Sr. Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, hefur tekið þá ákvörðun að allt helgihald í kirkjum landsins um áramótin sem og öðrum stöðum, verði fellt niður í ljósi hinnar hröðu útbreiðslu veirunnar og vaxandi fjölda smitaðra.
Þrjár messur fara þó fram fyrir luktum dyrum um áramótin og verður útvarpað frá þeim á Rás 1.
Á gamlársdag klukkan 18 verður aftansögnur í Hallgrímskirkju.
Á nýársdag klukkan 11 verður messa í Dómkirkjunni. Agnes M. Sigurðardóttir biskup prédikar
Á sunnudag 2. janúar klukkan 11 verður messa í Áskirkju í Laugardal.