Hlýnar smám saman

Hitakort Veðurstofunnar á hádegi 25 apríl 2017

Útlit er fyrir suðvestan- og vestanátt á landinu í dag, fimm til fimmtán metra á sekúndu og verður hvassast norðvestantil. Það verður skýjað og dálítil væta af og til en bjart með köflum suðaustan- og austanlands, samkvæmt spá Veðurstofunnar. Á morgun verður svipað veður en dregur úr vindi seinnipartinn. Það hlýnar smám saman í veðri og á morgun verður hiti sex til fjórtán stig að deginum, hlýjast um suðaustanvert landið.

Á Vestfjörðum er spá suðvestanátt, átta til fimmtán metra á sekúndu. Lægir heldur síðdegis á morgun og snýst svo í suðaustan 5-10. Skýjað og lítilsháttar væta súld eða rigning og hiti 4 til 7 stig yfir daginn.

DEILA