Guðrún Júlíana Sigurðardóttir frá Hólmavík varð dúx við Menntaskólann á Tröllaskaga, en útskrifað var þaðan á laugardaginn. Þá brautskráðust 39 nemendur frá Menntaskólanum á Tröllaskaga. Þetta var 23. brautskráningarathöfnin frá stofnun skólans. Meirihluti útskriftarnema eru fjarnemar eða 34 og voru sjö þeirra viðstödd athöfnina í dag. Þau koma frá fjórtán stöðum á landinu, flest af höfuðborgarsvæðinu og einn er búsettur í Noregi.
Guðrún hlaut viðurkenningu fyrir framúrskarandi árangur á stúdentsprófi en einnig fyrir ágætiseinkunn í dönsku,íslensku, spænsku, félagsgreinum, lýðheilsu og stærðfræði.
Guðrún sagði í samtali við Bæjarins besta að hún hefði lokið náminu á 3 1/2 ári og tekið það allt í fjarnámi frá Hólmavík að undanskildum síðustu mánuðunum sem hefur verið búsett í Reykjavík. Hún sagði þetta fyrirkomulag hefði hentað sér vel og að Menntaskólinn á Tröllaskaga væri góður skóli sem hún mælti með.
Á næstunni ætlar Guðrún að hvíla sig aðeins á náminu en sagðist stefna á háskólanám líklegast í lýðheilsu og geðrækt.