Þrjú tilboð bárust Ísafjarðarbæ í innleiðingu á persónuverndarpersónuverndarlöggjöfinni ásamt því að taka að sér verkefni persónuverndarfulltrúa að lokinni innleiðingu á löggjöfinni.
Þau voru frá Officio, Logos og Landslögum. Samkvæmt svörum Birgis Gunnarssonar, bæjarstjóra var tilboð Officio lægst og var því tekið.
Athygli vekur að Pacta lögmenn, sem eru með starfsstöð á Ísafirði, eru ekki í þessum hópi.
Bæjarins besta innti því Birgi Gunnarsson, bæjarstjóra eftir því hverjum var gefinn kostur á því að senda inn tilboð. Beðið er svara.