Úthlutað hefur verið úr Uppbyggingarsjóði Vestfjarða vegna verkefna sem koma til framkvæmda á árinu 2022 en umsóknarfrestur rann út 7. nóvember .
Úthlutað er tveimur flokkum það er menningartengd verkefni og atvinnuþróunar og nýsköpunarverkefni.
Í úthlutunarnefnd eru:
Kristján Þór Kristjánsson, Ísafjarðarbæ, formaður
Friðbjörg Matthíasdóttir, Vesturbyggð
Arnlín Óladóttir, Kaldrananeshreppi
Formaður fagráðs menningar
Formaður fagráðs nýsköpunar
Til úthlutunar voru alls 67.100.000 kr. en af þeim hafði þegar verið ráðstafað 12.650.000 kr. til verkefna sem náðu til meira en eins árs. Til ráðstöfunar í þessari úthlutun voru því 54.450.000 kr.
Alls barst 101 umsókn og fengu 57 þeirra styrkvilyrði. Árangurshlutfall var þannig 57% sé miðað við fjölda umsókna. Heildarupphæð sem sótt var um var upp á 203.771.178 kr. og er árangurshlutfall 27% sé miðað við heildarupphæð styrkumsókna.
Heildarupphæð þeirra verkefna sem hlutu styrkvilyrði var sótt um alls 136.994.110 kr og er árangurhlutfall þeirra umsókna 40% sé miðað við krónutölu. Heildarkostnaður við þau verkefni sem hlutu styrkvilyrði er 535.276.913 kr.
Niðurstöður styrkúthlutunar Uppbyggingarsjóðs Vestfjarða vegna ársins 2022 má sjá hér.