Flateyrardessertinn uppskrift

Innihald

500 g súkkulaði (gróft saxað), hægt að nota hvaða súkkulaði sem er, mér finnst toblerone best.

150 g smjör

4 egg

600 ml stífþeyttur rjómi (+ um 500 ml til skrauts)

Toblerone, ber, súkkulaðispænir eða annað til skrauts

Aðferð

  1.  Bræðið gróft saxað súkkulaði og smjör yfir vatnsbaði.
  2.  Þegar súkkulaðiblandan er slétt og fín er hún tekin af hitanum og leyft að standa í um 5-7 mínútur (hrært í af og til).
  3.  Eggin eru pískuð saman og bætt saman við í nokkrum skömmtum, hrært vel á milli.
  4.  Um 1/3 af rjómanum er þá blandað saman við súkkulaðiblönduna með sleif, síðan er restinni af rjómanum vafið saman við. Verður að gerst rólega.
  5.  Skipt niður í 8-12 glös/skálar (fer eftir stærð) – kælið í lágmark 3 klst (einnig í lagi að plasta og geyma yfir nótt).
  6.  Skreytið með þeyttum rjóma, berjum, súkkulaði eða öðru sem hugurinn girnist.

Verði ykkur að góðu.

Halla Lúthersdóttir.

DEILA