Innihald
500 g súkkulaði (gróft saxað), hægt að nota hvaða súkkulaði sem er, mér finnst toblerone best.
150 g smjör
4 egg
600 ml stífþeyttur rjómi (+ um 500 ml til skrauts)
Toblerone, ber, súkkulaðispænir eða annað til skrauts
Aðferð
- Bræðið gróft saxað súkkulaði og smjör yfir vatnsbaði.
- Þegar súkkulaðiblandan er slétt og fín er hún tekin af hitanum og leyft að standa í um 5-7 mínútur (hrært í af og til).
- Eggin eru pískuð saman og bætt saman við í nokkrum skömmtum, hrært vel á milli.
- Um 1/3 af rjómanum er þá blandað saman við súkkulaðiblönduna með sleif, síðan er restinni af rjómanum vafið saman við. Verður að gerst rólega.
- Skipt niður í 8-12 glös/skálar (fer eftir stærð) – kælið í lágmark 3 klst (einnig í lagi að plasta og geyma yfir nótt).
- Skreytið með þeyttum rjóma, berjum, súkkulaði eða öðru sem hugurinn girnist.
Verði ykkur að góðu.