Suðurverk, aðalverktaki við byggingu nýrra ofanflóðavarnargarða á Patreksfirði í samvinnu við Vesturbyggð hefur ákveðið að opna fyrir myndavef sinn af framkvæmdum við varnargarðanna Urðargata-Mýrar Patreksfirði.
Íbúum og öðrum er frjálst að skoða, nota og deila þeim myndum sem þarna eru en þar er um mikið magn mynda að ræða sem sýna vel umfang framkvæmdanna
Vesturbyggð mun einnig bjóða íbúum og gestum í stutta gönguferð milli jóla og áramóta um framkvæmdasvæðið, en tímasetning þeirra ferðar verður auglýst síðar.
Gönguferð um svæðið er háð veðri þar sem hættulegt getur verið að fara um vinnusvæði um þessar mundir.
Framkvæmdir munu liggja niðri um hátíðir vegna jólaleyfis starfsmanna Suðurverks.