Í nýrri könnun MMR um fylgi við stjórnmálaflokkana og ríkisstjórnina mælist hin nýja ríkistjórn með 61,9% stuðning og hefur hækkað um 2% frá síðustu könnun.
Er fylgið með því mesta sem mælst hefur frá 2009.
Framsókn hækkar enn
Einnig var mældur stuðningur við stjórnmálaflokkana. Fylgi Sjálfstæðisflokksins mældist nú 22,5%, nær óbreytt frá síðustu fylgismælingu MMR. Fylgi Framsóknarflokksins mældist næst mest eða 18,2% og hækkar úr 17,5% og fylgdu Píratar þar á eftir með 12,4% fylgi.
Fylgi Vinstri-grænna minnkaði um tæp tvö prósentustig frá síðustu mælingu og mældist nú 12,1% en fylgi annarra flokka mældist nær óbreytt.
Könnunin var framkvæmd dagana 29. nóvember til 2. desember 2021. Svarfjöldi: 933 einstaklingar, 18 ára og eldri.
Úrtak: Einstaklingar 18 ára og eldri, valdir handahófskennt úr hópi álitsgjafa MMR.
Álitsgjafar MMR eru valdir úr Þjóðskrá þannig að þeir endurspegli lýðfræðilega samsetningu þjóðarinnar á hverjum tíma.
Könnunaraðferð: Spurningavagn MMR.