Rafmagn veldur oft eldsvoða

Rafmagn er einn stórvirkasti brennuvargur nútímans.

Á hverju ári verða margir eldsvoðar sem eiga upptök sín í rafbúnaði. Stundum kviknar í vegna bilunar en oftast er um að ræða að gáleysi í umgengni við rafmagn valdi slysum eða íkveikju.

Jólin eru hátíð ljóssins og er þá kveikt á fleiri ljósum og þau oft látin loga lengur en aðra daga ársins. Hluti af undirbúningi jólanna á að vera að ganga úr skugga um að þau ljós sem nota á séu í góðu lagi.

Óvandaður, skemmdur og rangt notaður ljósabúnaður getur valdið bruna og slysum.

Atriði sem vert er að hafa í huga:

  • Látum aldrei loga á ljósunum á jólatrénu yfir nótt
    eða þegar við erum að heiman
  • Hendum gömlum jólaljósum sem eru úr sér gengin
  • Notum ætíð ljósaperur af réttri gerð, stærð og styrkleika
  • Gætum þess að brennanleg efni séu ekki nálægt jólaljósum
  • Óvarinn rafbúnaður getur valdið raflosti
  • Vörum okkur á óvönduðum jólaljósum
  • Inniljós má aldrei nota utandyra
  • Förum eftir leiðbeiningum um uppsetningu og notkun
  • Látum logandi kerti aldrei standa ofan á raftæki
  • Góður siður er að skipta um rafhlöður í reykskynjurum fyrir hver jól
DEILA