Mýs naga ljósleiðara

Bændablaðið greinir frá því að íbúar í Hrunamannahreppi hafa verið að lenda í vandræðum með ljósleiðaratengingar sínar og þar með tölvu- og símasamband því músagangur hefur herjað á ljósleiðarakerfi í sveitarfélaginu.

Af þessum sökum hafa tvær bilanir orðið vegna þess að músunum finnst einangrunarteip gott á bragðið en væntanlega er næringargildið lítið.

Jón G. Valgeirsson sveitarstjóri segir frá þessu í Pésanum, nýjasta fréttabréfi Hrunamannahrepps, um leið og hann biður notendur afsökunar á þeim bilunum sem upp hafa komið vegna músanna.

DEILA