Þverun Þorskafjarðar miðar vel

Frá þorskafirði í gær. Mynd: Vignir Bjarni Guðmundsson.

Framkvæmdir standa yfir við þverun Þorskafjarðar, en verkið er einn hluti af nýjum vegi um Gufudalssveit. Skrifa’ var undir verksamning þann 8. apríl síðastliðinn og verktakinn er Suðurverk.

Um er að ræða 2,7 km kafla við austanverðan Þorskafjörð, rétt sunnan við raflínuna sem þar liggur yfir. Byggð verður 260 m löng brú auk fyllingar. Vegurinn er alfarið byggður í nýju vegstæði en tengist núverandi Vestfjarðavegi í báða enda. Nyrðri endinn tengist við gamla veginn þar sem hann liggur upp Hjallaháls.

Verktíminn er þrjú ár sem skýrist af því að fergja þarf botn fjarðarins sem er tímafrekt ferli. Vegurinn þarf þannig að síga áður en hægt verður að ganga frá honum í rétta hæð. Fergingu verður skipt í tvo áfanga til að loka firðinum ekki of mikið í einu, m.a. til að vernda marhálm á svæðinu og til þess að takmarka straumhraða og botnrof.

DEILA