Landmælingar Íslands settu í fyrra inn hryllingsörnefnakortið sem sló öll met í aðsókn. Kortið er hér birt aftu og hefur verið uppfært.
Við gerð þessa hræðilega korts var leitað að örnefnum sem innihalda m.a. þessi hrikalegu orð: höggstokk, dauði, bein, ill, drauga, blóð, drekking, vond, aftöku, nykur, lík, dráp, sníkju, galdra, viðbjóð, tröll, skessa, gálga, hel, móri, gláma, hel, Svörtuloft, dys, mannskaða, leggjarbrjót, djöfla, grafar, útburðar, orusta, orrusta, víg, bana.
Samtals 1324 örnefni eða um 100 fleiri örnefni en í fyrra.
Listinn er ekki tæmandi! Smellið á tengilinn til að skoða kortið í vefsjá https://ornefnasja.lmi.is/mapview/?app=ornefnasja&l=is&c=500000,500000&z=1.0&ls=673,678,666