Í gær birtu handknattleiksdeildir ÍR og Harðar Ísafirði sameiginlega yfirlýsingu varðandi eftirmál af leik liðanna á laugardaginn. Þar vann Hörður með eins marks mun en ÍR lagði inn kæru eftir leikinn og taldi leikskýrslu hafa veitt rangar upplýsingar.
Í yfirlýsingunni nú segir að sættir hafi náðst og ákveðið hafi verið að falla frá kærumálum og að félögin muni starfa áfram saman að því að efla handboltann á Íslandi.
Einnig kemur fram að mistök hafi verið gerð á báða bóga og að liðin munu læra af þeim.
Undir yfirlýsinguna rita Matthías Imsland f.h. ÍR og Ragnar H. Sigtryggsson f.h. Harðar.