Tónlistarmaðurinn Herbert Guðmundsson hefur verið lengi að en tekst engu að síður að setja fram ný lög sem verða vinsæl. Nýjasta lag hans er með stjörnunum og flýgur hátt þessar vikurnar. Í því syngur hann um einmanna sálir. Lagið fjallar um mann í ástarsorg sem hugsar til konunnar sem hann elskar. Hann horfir til stjarnanna og finnst sem hann sjái hana þar og veltir fyrir sér hvort hún sé jafn einmana og hann.
Lagið er komið út á Spotify og má heyra hér fyrir neðan:
Á níunda áratug síðustu aldar bjó Herbert Guðmundsson í Bolungavík og starfaði í Íshúsi Bolungavíkur hf. Þar tók hann þátt í tónlistinni og var í hljómsveitinni Kan sem stofnuð var í Bolungavík vorið 1981 og starfaði til 1989.
Meðlimir sveitarinnar í upphafi voru þau Finnbogi Kristinsson bassaleikari, Hrólfur Vagnsson harmonikku- og hljómborðsleikari, Pálína Vagnsdóttir söngkona, Magnús Hávarðarson gítarleikari og Haukur Vagnsson trymbill en hann var langyngstur, aðeins fjórtán ára gamall. Haukur stofnaði sveitina ásamt Finnboga en þau Haukur, Hrólfur og Pálína eru systkini sem öll hafa verið áberandi í tónlist. Herbert gekk til liðs við hljómsveitina ásamt Kristni Elíassyni hljómborðsleikara þegar systkinin Hrólfur og Pálína flutti suður haustið 1981.
Hljómsveitinn Kan gaf út 1984 plötuna Í ræktinni með vinsælum lögum og ári seinna gaf Herbert út sólóplötuna Dawn to the revolution þar sem stórsmellinn Can‘t walk away var að finna.