Stöndum saman Vestfirðir – gefum okkur sjálfum jólagjöf

Andri Konráðsson skurðlæknir við svæfingavélina sem safnað var fyrir.

Núverandi söfnun Stöndum saman Vestfirðir er söfnun fyrir heyrnamælingartæki sem gefið verður Heilbrigðisstofnun Vestfjarða. Tækið sem safnað er fyrir er af bestu gerð og kostar um tvær milljónir.

Söfnunin hefur gengið vel og í dag, þegar þetta er ritað, hafa safnast 1.173.000 kr.

Það þýðir að til að klára söfnunina vantar 827.000 kr.

Tinna Hrund Hlynsdóttir: “Við höfum lagt mikið upp úr því að reyna að setja þetta í samhengi, t.d. ef hver og einn sem fylgir síðunni okkar leggur til litlar 400 krónur, þá er markmiðinu náð.”

Miklu máli skiptir að sem mest þjónusta sé í heimabyggð. Heyrnafræðingurinn sem kemur til með að notast við tækið er með aðsetur á Ísafirði en sinnir einnig þjónustu á Patreksfirði og Hólmavík.

Tinna segir einnig: “Frá upphafi, eða frá árinu 2016, höfum við öll, Vestfirskt samfélag, safnað rúmum 26 milljónum fyrir hinum ýmsu tólum og tækjum fyrir svæðið okkar. Við getum verið afskaplega stolt af þessu öllu saman.

Við erum gríðarlega þakklátar fyrir þessa frábæru samstöðu sem við höfum öll sýnt, hún skiptir sköpum og gerir það að verkum að við sjálf, getum búið okkur enn betra samfélag.

Við erum orðin afskaplega góð í þessu, að hjálpast að við að hjálpa okkur sjálf. Við erum bjartsýnar og vonumst til að klára þessa söfnun fyrir jól, er það ekki ágætis jólagjöf sem við gefum samfélaginu okkar saman?”

Reikningsupplýsingar félagsins eru: 0156-26-216 kt. 410216-0190

Allar frekari upplýsingar er hægt að nálgast á síðu, Stöndum saman Vestfirðir https://www.facebook.com/search/top?q=st%C3%B6ndum%20saman%20vestfir%C3%B0ir

DEILA