Eldsneytisverð hefur ekki verið eins hátt hér á landi síðan 2012. Heimsmarkaðsverð hefur hækkað hratt síðustu misseri og hafa íslenskir neytendur ekki farið varhluta að því. Um þessar mundir kostar bensínlítrinn á flestum bensínstöðvum rúmar 270 krónur. Á bensínstöðvum í nálægð við Costco í Garðabæ er verðið aftur á móti í kringum 230 krónur. Þess má geta að í maí í fyrra kostaði bensínlítrinn 194 krónur.
Í Speglinum, fréttaskýrendaþætti á RÚV í gær , sagði Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, að hækkun á eldsneyti legðist þungt í félagsmenn. Við heyrum mikið frá félagsmönnum sem kvarta sárann. Sýnu verst væri þetta í hinum dreyfðari byggðum sem ekki væri aðgangur að ódýrara eldsneyti sem að hluta til væri í boði á höfuðborgarsvæðinu.
,,Áhrif Costco hafa haft jákvæð áhrif á það svæði og einnig á Akureyri. Að öðru leyti eru þessi háu verð í gangi í hinum dreyfðari byggðum. Við sjáum verulegan verðmun, ódýrasta verðið er í kringum 230 krónur og hæstu verðin í tæpar 275 krónur. Sem dæmi hefur verðið á lítranum verið að hækka hjá N1 frá áramótum um 48 krónur. Ef við hugsum þetta í enn frekari stærðum þá kostar orðið 2000 krónur meira að fylla á venjulegan bíl um þessar mundir miðað við sem það kostaði. Fyrir fjölskyldu er þetta útgjaldahækkun sem nemur um 70-100 þúsund yfir árið,“ sagði Runólfur Ólafsson.
Runólfur sagði það ekki óeðlilegt að einhver verðmunur væri en þegar hann orðinn þetta mikill er hann óeðliegur.
,,Við sjáum ekki svona verðmun í nágrannalöndunum. Við sjáum það á höfuðborgarsvæðinu að það er mikið að gera á þessum stöðvum sem bjóða ódýrara verðið á meðan hinar stöðvarnar eru nánast tómar.