Mál og menning hefur gefið út bókina Rætur – á æskuslóðum minninga og mótunar.
Í fréttatillkynningu segir að Rætur birti nýjar hliðar á forseta sem flestir telja sig þekkja vel.
„Meitluð mynd, sannfærandi, hreinskilin og opinská. Í Sögum handa Kára fjallaði Ólafur Ragnar um frægðarfólk í framandi löndum. Hér leitar hann upprunans og svara við fjölmörgum spurningum: Hvað markaði brautir lífsins? Hverjir mótuðu strákinn að vestan? Hvar er innri mann að finna? Óvænt bók sem lengi verður lesin.
Ísland fyrri tíðar. Nútíminn að verða til. Mannlífið á Ísafirði og Þingeyri. Þorpið í Þingholtunum og andstæður á Melunum. Æskuvinir í skólunum við Lækjargötu. Sumir urðu valdamenn. Móðirin í fjarska. Erfiðleikar og gleðistundir.“
Rætur verður einnig fáanleg sem hljóðbók á Storytel í dag, sama dag og bókinn verður dreift í verslanir.