Baritónsöngvarinn Jóhann Kristinsson mun flytja Vetrarferðina eftir Schubert við píanóundirleik Ammiel Bushakevitz í Hömrum sal Tónlistarskóla Ísafjarðar á fimmtudagskvöld kl. 20:00.
Listamennirnir hafa komið saman fram á nokkrum af virtustu tónlistarhátíðum heims en þar má nefna hátíðirnar Heidelberger Frühling, Oxford Lieder og Schubert hátíðina í Hohenems í Austurríki. Einnig komu þeir saman fram í Pierre-Boulez salnum í Berlín fyrir skömmu.
Þeir hafa haldið tvenna tónleika í Salnum undanfarin ár og hlutu þeir báðir einróma lof áheyrenda og gagnrýnenda.
Jóhann og Ammiel hlutu tilnefningu til Íslensku Tónlistarverðlaunanna fyrir tónlistarviðburð ársins árið 2017.
Jóhann Kristinsson mun flytja sína fyrstu Vetrarferð komandi viku á Akranesi, Ísafirði og í Salnum í Kópavogi.
Vetrarferðin er eitt helsta öndvegisverk ljóðasönglistarinna og merkilegri ljóðasöngflokkur er vandfundinn. Flokkurinn er með því síðasta sem Schubert samdi á sinni stuttu ævi. Lögin samdi hann við ljóð Wilhelms Müller