Kampi greiddi rúmar 3 milljónir króna af 10,4 milljóna kröfu Ísafjarðarbæjarsamkvæmt nauðarsamningi félagsins sem kröfuhafar hafa samþykkt. Albert Haraldsson rekstrarstjóri Kampa, segir það ekki rétt sem fram kom í frétt Bæjarins besta fyrir helgina og var haft eftir Ísafjarðarbæ að greiddar hafi verið 10 milljónir króna af 17 milljóna króna kröfu bæjarins.
Ísafjarðarbær hafi fengið 30% af sinni kröfu greitt eins og aðrir kröfuhafar. Greiðslan á 7 m.kr. hafi ekki verið upp í skuld sem stofnaðist til fyrir heimild til nauðasamninga heldur hafi verið fyrir vatnsnotkun á greiðslustöðvunartímanum. Albert segir að Kampi hafi óskað eftir lækkun á vatnsgjaldinu og þess vegna beðið með að greiða reikningana. Ísafjarðarbæ hafi hins vegar gripið til þess ráðs að mótmæla framlengingu á heimild til greiðslustöðvunar í maí sl. til þess að knýja fram greiðslu á reikningunum.
Að sögn Alberts er vatnsgjaldið sem Kampi greiðir Ísafjarðarbæ samkvæmt athugunum tvöfalt hærra en stórnotendur greiða í öðrum bæjarfélögum, svo sem á Sauðárkróki og Hólmavík. Vonast hann til þess að viðræður við bæjarfélagið um vatnsgjaldið verði á næstu dögum.