Ráðstefna á Ísafirði: Straumar og stefnur í þjónustu við eldra fólk

Á morgun fimmtudaginn 7. október kl 14:00 verður ráðstefna í Edinborgarhúsinu á vegum Félags eldri borgara á Ísafirði og nágrenni.

Á ráðstefnunni verður rætt um strauma og stefnur í þjónustu við eldra fólk og fengin svör við spurningunni hver eru hlutverk nærsamfélagsinsog okkar sjálfra ?

Frummælendur á fundinum eru:

Gylfi Ólafsson forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða

Halldór Guðmundsson dósent við Háskóla Íslands

Helgi Pétursson formaður Landssambands eldri borgara

Margrét Geirsdóttir sviðsstjóri Ísafjarðarbæ

Á fundinum er boðið upp á kaffi og tekið verður við fyrirspurnum í fundarlok.

Að sögn Sigrúnar C Halldórsdóttur formanns félagsins á hún von á því að sem flestir sem láta sig þessi mál varða mæti á fundinum.

DEILA