Þeir ríkisstarfsmenn sem nota eigin bifreið vegna starfa sinna eiga rétt á að fá greiðslu fyrir afnotin.
Ferðakostnaðarnefnd hefur nú ákveðið akstursgjald í aksturssamningum ríkisstarfsmanna og ríkisstofnana sem hér segir:
Almennt gjald
- Fyrstu 10.000 km, kr. 120,0 pr. km
- Frá 10.000 til 20.000 km, kr. 108,0 pr. km
- Umfram 20.000 km, kr. 96,0 pr. km
Við útreikning á sérstöku gjaldi skal bæta 15% álagi á almenna gjaldið og við útreikning á torfærugjaldi skal bæta 45% álagi á almenna gjaldið.
Akstursgjald þetta gildir frá og með 1. október 2021. Jafnframt fellur úr gildi auglýsing nr. 1/2020.