Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra Sigurður Ingi Jóhannsson hefur samþykkt tillögu ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga um úthlutun framlaga úr sjóðnum vegna lækkunar tekna af fasteignaskatti á árinu 2022. Alls verður 4.859 milljörðum veitt til sveitarfélaga um landið og þarf af renna 544 milljónir króna til sveitarfélaga á Vestfjörðum.
Síðustu 20 ár hefur þetta fyrirkomulag verið við lýði en um aldamótin ákvað Alþingi að álagnarstofn fasteignaskatts yrði fasteignamat á hverjum stað í stað þess að leggja á uppreiknað fasteignamat miðað við Reykjavík. Þessi breyting leiddi til þess að fasteignaeigendur greiddu lægri fasteignaskatt. Sveitarfélögunum var bætt upp tekjutapið með framlögum úr Jöfnunarsjóði. Í raun kemur fjármagnið úr ríkissjóði.
Ísafjarðarbær fær hæstu framlögin á Vestfjörðum nærri 260 m.kr. og Árneshreppur þau lægstu 8,3 m.kr.
Áætlað fasteignaskattsframlag 2022 | ||
sveitarfélag | áætlað framlag 2022 m.kr. | |
Bolungavík | 68,7 | |
Ísafjarðarbær | 259,6 | |
Reykhólahreppur | 23,9 | |
Tálknafjörður | 30,9 | |
Vesturbyggð | 80,3 | |
Súðavík | 24,5 | |
Árneshreppur | 8,3 | |
Kaldrananeshreppur | 11,5 | |
Strandabyggð | 36,7 | |
544,4 |
Hæst eru framlögin til sveitarfélaga á Suðurlandi 1085 m.kr. og 975 m.kr. til Norðurlands eystra.