Töluverðar breytingar voru samþykktar á skipan nefnda Ísafjarðarbæjar á síðasta bæjarstjórnarfundi.
Bryndís Ásta Birgisdóttir var kosin varamaður D-lista Sjálfstæðisflokks í barnaverndarnefnd, í stað Sifjar Huldar Albertsdóttur.
Gautur Ívar Halldórsson var kosinn varamaður D-lista Sjálfstæðisflokks í umhverfis- og framkvæmdanefnd, í stað Örnu Ýrar Kristinsdóttur.
Þá voru gerðar breytingar í þremur nefndum af hálfu Í lista.
Finney Rakel Árnadóttir var kosin aðalmaður Í-lista í fræðslunefnd, í stað Nannýjar Örnu Guðmundsdóttur sem aftur tók sæti Finneyjar sem varamaður.
Jóna Símonía Bjarnadóttir var kosin aðalmaður Í-lista í skipulags- og mannvirkjanefnd, í stað Línu Bjargar Tryggvadóttur og Sigríður Júlía Brynleifsdóttir var kosin varamaður í stað Jónu Símoníu Bjarnadóttur.
Loks var Halldóra Björk Norðdahl kosin varamaður Í-lista í velferðarnefnd, í stað Hrafnhildar Hrannar Óðinsdóttur.