Út er komin bókin Í huganum heim eftir Guðlaugu Jónsdóttur (Diddu), heimilisfræðikennara við Grunnskólann á Ísafirði.
Bókin byggir á æskuminningum hennar úr sveitinni á Melum í Hrútafirði, þar sem hún ólst upp. Lesendur fá að kynnast dýrunum í sveitinni, sveitastörfum og leikjum barnanna, þar sem hættur geta leynst víða.
Í huganum heim er falleg og bráðskemmtileg bók sem brúar kynslóðabilið og er því kjörin til samlesturs barna og fullorðinna.
Höfundurinn hefur einstaklega góða frásagnargáfu og í bókinni er mikill texti með ríkum orðaforða.
Fallegar myndir Hlífar Unu Bárudóttur prýða bókina og verður lífið á Melum ljóslifandi fyrir augum lesenda.