Ökuleyfi og veikindi

Heilbrigðisráðherra hefur að ráði Rannsóknarnefndar samgönguslysa falið landlækni að skipa vinnuhóp til að fjalla um ökuleyfi og veikindi og breytt og bætt skipulag hvað þessi mál varðar.

Rannsóknarnefndin skilað skýrslu í febrúar árið 2015 vegna slyss sem talið var orsakast af heilsubresti ökumanns. Nefndin sagði að heilsufar ökumanns hefði legið ljóst fyrir um árabil en engu að síður hafði hann fengið endurnýjað ökuleyfi sjö mánuðum fyrir slysið en hann lést í kjölfar þess. Í skýrslu nefndarinnar kemur fram að hún telji að ekki takist nægjanlega vel að framfylgja ákvæðum um heilbrigðiskröfur sem gerðar eru til ökumanna í íslenskum lögum og reglum. Í skýrslunni segir ennfremur að embætti Landlæknis hafi árið 2007 birt leiðbeiningar fyrir íslenska lækna þar sem komi fram yfirlit yfir helstu sjúkdóma sem geta dregið úr ökuhæfni og hvenær sé nauðsynlegt að afturkalla ökuréttindi sjúklinga. Nefndinni þykir ljóst að greiningartæki og viðmið skorti ekki en nokkuð vanti upp á framkvæmd þeirra.

bryndis@bb.is

DEILA