Vörður II aðstoðar bát í vanda

Björgunarskipið Vörður II á Patreksfirði var kallað út laust eftir 18:30 í gærkvöldi til aðstoðar 29 metra löngum dragnótarbát sem var við veiðar vestan við Dýrafjörð. Hafði báturinn fengið nótina í skrúfuna og þarfnaðist því aðstoðar til að komast til hafnar, ekki stóð nein hætta að skipinu. Vörður II lagði úr höfn á Patreksfirði 18:52 með fjóra áhafnarmeðlimi innanborðs frá björgunarsveitinni Blakk. Komið var að dragnótarbátunum klukkan 20:44, taug tengd á milli skipana og haldið til hafnar á Patreksfirði, þangað komu skipin 02:16 eftir tíðindalitla siglingu. Veður á svæðinu var gott og sóttist heimferðin vel.

Útkall gærkvöldsins er sjöunda útkall ársins á Verði sem líkar hefur sinnt þjónustu- og lóðsverkefnum þess á milli.

Meðfylgjandi mynd varr tekinn í nótt þegar að verið er að færa skipið sem komið var til aðstoðar á bryggju í Patreksfirði

DEILA