Sumardaginn fyrsta undirrita Jón Gunnarsson samgönguráðherra og Hreinn Haraldsson forstjóri Vegagerðarinnar samninga við aðalverktaka Dýrafjarðarganga á Hrafnseyri við Arnarfjörð. Aðalverktakar eru Metrostav A.S, frá Tékklandi og Íslenski verktakinn Suðurverk hf. Þessir verktakar hafa séð um framkvæmdir við Norðfjarðargöng sem verða opnuð í haust. Jafnframt verður skrifað undir samning við verkfræðistofuna Eflu sem hafa ásamt samstarfsaðilum tekið að sér eftirlit með verkinu.
Allir eru velkomnir að vera við athöfnina sem hefst klukkan 14. Þar verða haldnar stuttar ræður og gestum síðan boðið að þiggja kaffiveitingar.