Á síðasta ári styrkti Menntamálaráðuneytið rekstur Edinborgarhússins um 4,5 milljónir króna og Ísafjarðarbæ lagði fram á móti því 4 milljónir króna í styrk. Bæjarráð samþykkti nú vikunni að greiða út 20% af styrknum eða 800 þúsund krónur.
Í erindi frá stjórn Edinborgarhússins þar sem óskað var eftir útgreiðslunni, voru einnig lögð fram gögn er varða styrkveitingar ríkis og sveitarfélaga til hinna ýmsu menningarhúsa í landinu, og rekstrargögn um Edinborgarhúsið síðustu ára ásamt áætlun ársins 2022.
Í áætlun ársins 2022 er gert ráð fyrir að launakostnaður rekstrarstjóra og þrifa sé um 12 mkr. Þá hafa tekjur Edinborgarhússins að húsaleigu lækkað umtalsvert á árunum 2021 og 2022 vegna uppsagnar leigusamnings Ísafjarðarbæjar fyrir Upplýsingamiðstöð. Fjárhagsleg staða hússins er þröng og hyggst stjórnin leita eftir því að framlag til Menningarhússins Edinborgar vfrá ríkinu erði fastbundið í samningi til einhverra ára.