Góð stemning í skólabúðum á Reykjum í Hrútafirði

Í þessari viku dvelja nemendur 7.bekkjar víðsvegar af Vestfjörðum í skólabúðunum á Reykjum í Hrútafirði og er mikil stemning í hópnum og margt skemmtilegt sem drifið hefur á daga þeirra.

Krakkarnir hafa farið í íþróttir, sund og náttúrufræði, heimsótt byggðasafnið, smakkað hákarl og farið í sjósund með kennurum.
Svo er boðið upp á kvöldvökur öll kvöld, þar sem er alltaf líf og fjör.

Það eru nemendur frá Ísafirði, Flateyri, Suðureyri, Þingeyri, Bolungarvík, Patreksfirði, Tálknafirði og Bíldudal sem þar eru.

Áætluð heimkoma er seinni partinn á föstudag.

DEILA