Í fyrra var í fyrsta skiptið efnt til Golfmóts Bolvíkinga og fór mótið fram á Urriðavelli og tóku alls 50 keppendur þátt í mótinu, sem tókst í alla staði mjög vel.
Þess vegna var ákveðið að efna á ný til mótsins og fer mótið fram á golfvellinum á Akranesi að þessu sinni, og verður næsta laugardag 28. ágúst og er fyrsti rástími kl 9.00.
Skilyrði fyrir þátttöku er að vera Bolvíkingur að ætt og uppruna, vera giftur einum slíkum eða eiga önnur sterk tengsl við víkina fögru.
Keppnisfyrirkomulag: punktakeppni og vegleg verðlaun í karla- og kvennaflokki.
Aðeins þeir sem eru í klúbbi með löglega forgjöf geta unnið til verðlauna, aðrir leika sem gestir.
Hámarksforgjöf er 24 hjá körlum og 28 hjá konum.
Verði tveir einstaklingar jafnir í verðlaunasæti, þá sigrar sá sem er með fleiri punkta á seinni níu holunum. Séu þeir enn jafnir gilda síðustu 6 holurnar og þá síðustu 3 holurnar og þá 18 hola.
Ef aðilar eru enn jafnir skal kasta hlutkesti.
Glæsileg verðlaun verða veitt í karla og kvennaflokki svo og fyrir lengstu teighögg og næst holu á ákveðnum brautum.