Forsætisráðherra á Hólmavík

F.v. Skúli Gautason, Katrín Jakobsdóttir, Sigurður Líndal

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra kom í heimsókn til Hólmavíkur í síðustu viku og hitti m.a. verkefnisstjóra byggðarlaganna tveggja á Ströndum sem eru í Brothættum byggðum, Strandabyggðar og Árneshrepps, en verkefnin heita Sterkar Strandir og Áfram Árneshreppur.

Fundurinn var sérlega vel heppnaður og var ráðherra mjög vel inni í málum og áhugasöm um framgang þeirra.

Í málefnum Árneshrepps var lögð áhersla á innviðauppbyggingu sem hefur ekki fylgt taktinum annarsstaðar á landinu, einkum hvað varðar samgöngumál og þrífösun. Raunar er Árneshreppur eina sveitarfélagið á landinu sem býr við þá einangrun að ekki sé sinnt snjómokstri í þrjá mánuði á ári hverju.

Í Strandabyggð var lögð megináhersla á fjölgun starfa og aukningu í fjölbreytileika þeirra.

Að lokum var ítrekað við forsætisráðherra að verkefnið Brothættar byggðir í heild sinni þyrfti að vinnast þvert á ráðuneyti þar sem byggðamál snerta málaflokka allra ráðuneyta.

DEILA