Skíðafélag Strandamanna stóð fyrir á laugardaginn utanvegahlaupi yfir Trékyllisheiði í Strandasýslu.
Hlaupnar voru tvær vegalengdir 15,5 km og 47 km.
Trékyllisheiði er fjallvegur á milli Steingrímsfjarðar og Trékyllisvíkur í Árneshreppi. Leiðin yfir heiðina var greiðasta leiðin á milli þessara byggðarlaga áður en vegur var lagður meðfram sjónum norðan Bjarnarfjarðar. Heiðarleiðin er mun styttri en bílvegurinn, en liggur víðast í um 400 m hæð og er afar hrjóstrug, gróðursnauð og illviðrasöm á vetrum. Jeppaslóði liggur yfir heiðina, en hann er mjög seinfarinn, nema helst þegar harðfenni er yfir.
Lengra hlaupið hófst við félagsheimilið í Árnesi og haldið upp á fjöllin af Eyrarhálsi og hæst farið í 500 metra hæð. Komið var niður í Selárdal skammt frá eyðibýlinu Bólstað í Steingrímsfirði og halupið inn dalinn eftir Geirmundarstaðavegi að skíðaskálunum á Brandsholti, þar sem hlaupið endaði. Þeir sem hlupu styttri vegalengdina hófu hlaup sitt á Bjarnarfjarðarhálsi.
Alls hlupu 17 lengra hlaupið og 41 styttra hlaupið eða samtals 58 þátttakendur.
Sigurvegar dagsins voru eftirtalin:
Trékyllisheiðin 48 km (karlar)
1. Búi Steinn Kárason 4:28:48 klst.
2. Viktor Vigfússon 4:54:36 klst.
3. Birkir Þór Stefánsson 4:54:53 klst.
Trékyllisheiðin 48 km (konur):
1. Valdís Sigurvinsdóttir 6:01:06 klst.
2. Rakel Steingrímsdóttir 6:49:12 klst.
3. Guðmunda Smáradóttir 6:56:11 klst.
Trékyllisheiðin 16,5 km (konur):
1. Sigþóra Brynja Kristjánsdóttir 1:18:28 klst.
2. Hulda Elma Eysteinsdóttir 1:24:52 klst.
3. Bryndís María Davíðsdóttir 1:34:37 klst.
Trékyllisheiðin 16,5 km (karlar):
1. Samúel Orri Stefánsson 1:20:11 klst.
2. Grétar Smári Samúelsson 1:20:21 klst.
3. Hilmar Hilmarsson 1:25:28 klst.
Myndir: Skíðafélag Strandamanna.