Vestri fékk topplið Fram í heimsókn á laugardaginn í 16. umferð Lengjudeildarinnar. Leikurinn var frekar jafn en Vestri fór að ógna meira að marki Fram þegar langt var liðið á leikinn. Fram á góðum leikmönnum að skipa enda engi tilviljun að liðið er langefst í deildinni og skömmu fyrir leikslok náðu þeir að skora þegar vörn Vestra mistókst að hreinsa frá markinu sendingu inn í miðjan teiginn. Eftir markið sóttu Vestri nokkuð og áttu tvívegis vænleg tækifæri sem ekki nýttust. Niðurstaðan var 1:0 sigur Safamýrarliðsins úr Reykjavík.
Vestri er nú í 5. sæti deildarinnar með 25 stig og eru 10 stigum frá öðru sætinu. Eftir eru sex leikir svo ólíklegt að Vestri nái að gera atlögu að því þetta árið.
Hörður í 4. sæti
Hörður Ísafirði tapaði fyrir Álftanesi 2:1 í 4. deildinni C riðli og situr í 4. sæti riðilsins þegar einn leikur er eftir. Eru vonir Harðar um annað af tveimur efstu sætum riðilsins gengar hjá garði eftir tapið. Álftanes er í 3. sæti riðilsins en á leik til góða og vinnist hann nær Bessastaðaliðið efsta sætinu.
Hörður tefldi fram ungu liði í sumar sem náði góðum árangri og er líklegt til þess að ná lengra að ári.