Helga Thorberg, Reykjavík, menntuð leikkona og garðyrkjufræðingur skipar efsta sæti á lista sósíalista í Norðvesturkjördæmi. . Hún hefur starfað við leiklist sem höfundur og þáttagerðarkonur í mörg ár en kvennabaráttan og kvennapólitíkin hafa einnig verið hennar hjartans mál. Hún gekk til liðs við Kvennaframboðið og Kvennalistann en ekki verið virk í pólitík fyrr en núna er hún gekk til liðs við Sósíalistaflokkinn fyrir 2 árum. Hún hefur tekið virkan þátt í félagsstarfi í gegnum árin, Áhugahópi um bætta umferðarmenningu, Hlaðvarpann, félags- og menningarhús í eigu kvenna, Leiklistarkonur 50 plús og Rjúkanda, samtök um verndun umhverfis, náttúru og menningarminja í Árneshreppi.
Í öðru sæti er Árni Múli Jónasson, Akranesi, fyrrverandi forstjóri Fiskistofu og framkvæmdastjóri Þroskahjálpar.
Siguður Jón Hreinsson, bæjarfulltrúi Ísafirði skipar í þriðja sætið.
Bergvin Eyþórsson varaformaður og skrifstofustjóri hjá Verkalýðsfélagi Vestfirðinga er í fimmta sæti.
Listi Sósíalistaflokksins í Norðvesturkjördæmi:
1. Helga Thorberg, leikkona og garðyrkjufræðingur
2. Árni Múli Jónasson, mannréttindalögfræðingur og framkvæmdastjóri Þroskahjálpar
3. Sigurður Jón Hreinsson, véliðnfræðingur og bæjarfulltrúi
4. Aldís Schram, lögfræðingur og kennari
5. Bergvin Eyþórsson, þjónustufulltrúi og varaformaður Verkalýðsfélags Vestfjarða
6. Guðni Hannesson, ljósmyndari
7. Ágústa Anna Ómarsdóttir, lyfjatæknir
8. Sigurbjörg Magnúsdottir, eftirlaunakona
9. Jónas Þorvaldsson, sjómaður
10. Valdimar Arnþór Anderssen, heimavinnandi húsfaðir
11. Guðrún Bergmann Leifsdóttir, listakona
12. Magnús A. Sigurðsson, minjavörður vesturlands
13. Dröfn Guðmundsdóttir, kennari
14. Indriði Aðalsteinsson, bóndi
15. Fjóla Heiðdal Steinarsdóttir, háskólanemi
16. Finnur Torfi Hjörleifsson, lögfræðingur, eftirlaunamaður