Smit greindist hjá starfsmanni Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða í gær. Starfsmaðurinn sem er með aðalstarfsstöð á Ísafirði hafði verið í vinnu á Patreksfirði einn dag í vikunni. Tveir samstarfsmenn og átta skjólstæðingar af göngudeild eru komnir í sóttkví vegna þessa. Til viðbótar hefur farið í sóttkví fólk sem starfsmaðurinn var í samskiptum við utan vinnu.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Heilbrigðisstofnun Vestfjarða.