Ekkert lát er á góðum aflabrögðum á strandveiðum, metafli dag eftir dag segir á vef Landssambands smábátaeigenda.
Á fyrstu 5 dögum í ágúst er meðaltalið í þorski 278 tonn sem er 46% hærra en það var í júlí.
Ef fram heldur sem horfir verða útgefin viðmiðun uppurin um miðja næstu viku.
Við þeirri stöðu sem nú blasir við strandveiðisjómönnum er einungis hægt að bregðast á einn veg, að breyta reglugerð og hækka viðmiðun í þorski og koma þannig í veg fyrir ótímabæra stöðvun veiðanna segir á vefsíðu Landssambandsins sem hefur sent ráðherra bréf þessa efnis.