ÞRETTÁN VERKEFNI HLJÓTA STYRK ÚR UMHVERFISSJÓÐI SJÓKVÍAELDIS

Eftirfarandi verkefni hljóta styrk frá Umhverfissjóði sjókvíeldis árið 2021

Umhverfissjóður sjókvíaeldis er sjálfstæður sjóður í eigu ríkisins á forræði sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Markmið sjóðsins er að lágmarka umhverfisáhrif sjókvíaeldis.

Stjórn sjóðsins hefur tekið ákvörðun um greiðslur úr Umhverfissjóð sjókvíaeldis fyrir árið 2021.

Alls bárust 21 umsókn þar sem óskað var eftir styrkjum að upphæð rúmlega 400 milljón króna og hefur stjórn sjóðsins tekið ákvörðum um að bjóða upp á samninga um 13 verkefni, fyrir allt að 190 milljónir króna.

Meðal verkefna sem hljóta styrk að þessu sinni eru rannsóknarverkefni á laxalús, kynlausum eldisfiskum og orkuskiptum í sjókvíaeldi.

DEILA