Vestri sigraði Þór frá Akureyri örugglega í gær í Mjólkurbikarnum og eru Vestramenn komnir í átta liða úrslit.
Markalaust var í hálfleik, en Vestri skoraði fjögur í seinni hálfleik og unnu að lokum öruggan 4-0 sigur.
Nicolaj Madsen kom heimamönnum í 1-0 eftir tæplega 65 mínútna leik áður en Benedickt Waren tvöfaldaði forystu heimamanna tveim mínútum síðar.
Það liðu ekki nema aðrar tvær mínútur þangað til staðan var orðin 3-0 þegar að Madsen skoraði sitt annað mark.
Þremur mínútum síðar skoraði Martin Motipo fjórða markið og tryggði þar með öruggan sigur Vestra.