Körfubolti: Ken-Jah Bosley endurnýjar samning sinn hjá Vestra

Ken0Jah Bosley var lykilmaður í liðinu sem tryggði sér sæti í úrvalsdeild í júní.

Bandaríski bakvörðurinn Ken-Jah Bosley hefur endurnýjað samning sinn við Vestra og leikur því með liðinu í úrvalsdeildi á komandi tímabili. Bosley var lykilmaður í liði Vestra sem tryggði sér sæti í efstu deild í júní síðastliðnum. Hann var með 23,1 stig, 5,1 stoðsendingu og 6 fráköst að meðaltali og 21,4 framlagspunkta.

KJ Bosley er fjölhæfur bakvörður sem getur bæði spilað stöðu skotbakvarðar og leikstjórnanda. Eins og stuðningsfólk Vestra þekkir er KJ mikill liðsmaður, ósérhlýfinn og drífandi.

Á síðasta tímabili stóð hann sig frábærlega með Vestra og gaf sig allan í verkefnið, þrátt fyrir veikindi og olnbogameiðsl.

DEILA