Fasteignamarkaðurinn: veltan jókst um 76% á fyrri hluta ársins. Hækkandi verð

Þingeyri.

Alls voru seldar fasteignir á Vestfjörðum fyrir 3 milljarða króna á fyrri hluta ársins samkvæmt upplýsingum Þjóðskrár Íslands. Á sama tímabili í fyrra var veltan 1.717 milljónir króna. Aukningin er 76% milli ára.

Fjöldi samninga er 112 en þeir voru 80 í fyrra. Samingum fjölgar um 40%. Meðalverð á samning eykst mun meira en fjöldanum nemur sem þýðir að það hefur hækkað um rúman fjórðung frá síðasta ári.

Mest seldist af íbúðarhúsnæði á fyrri hluta ársins. Sérbýli seldist fyrir 1.458 milljónir króna og fjölbýli fyrir 822 milljónir króna.

DEILA