Góð aflabrögð voru í Bolungavík í síðasta mánuði. Alls bárust 2005 tonn að landi. Um 1500 tonn eða 3/4 allrar veiði var fenginn í dragnót og troll en aðeins um 260 tonn veiddust á línu í mánuðinum.
Togarinn Sirrý ÍS fór aðeins eina veiðiferð og landaði 81 tonn. Snurvoðarbátarnir gerðu góðan mánuð og lönduðu samtals um 1.430 tonnum.
Ásdís ÍS var með 392 tonn, Þorlákur ÍS 291 tonn, Ísey EA 249 tonn, Finnbjörn ÍS 236 tonn, Bárður SH 62 tonn og Stakkhamar SH 12 tonn.
Línubátarnir Fríða Dagmar ÍS og Jónína Brynja ÍS fóru hvor um sig 15 róðra. Fríða Dagmar var með 127 tonn og Jónína Brynja með 135 tonn.
Strandveiðibátarnir lönduðu 300 tonnum í júlí og sjóstangveiðibátar 20 tonnum.