Covid19: 14 smit á Vestfjörðum og 49 í sóttkví

Samkvæmt nýjustu tölum sóttvarnaryfirvalda eru 14 með virkt smit á Vestfjörðum og auk þeirra eru 49 í sóttkví. Þessar tölur hafa hækkað verulega síðustu daga.

Alls eru 1.213 með smit á landinu öllu og 2.429 eru í sóttkví. Langflestir eru smitaðir á höfuðborgarsvæðinu en þar eru 857 smit. Þá eru 130 óstaðsettir og 107 á Suðurlandi. Annars staðar eru frá 5 – 34 smitaðir í hverjum landshluta. Flokkað er eftir lögheimilsskráningu.

Nokkur lögregluumdæmi gefa upp sundurliðun á smituðum eftir póstnúmerum eins og t.d. á Norðurlandi eystra.

Óskað hefur verið eftir því við Lögregluembættið á Vestfjörðum að fá sams konar sundurliðum fyrir Vestfirði. Fyrirspurninni hefur ekki verið svarað.

Uppfært kl 12. Í nýjum tölum, sem birtar voru í morgun eru 16 með smit á Vestfjörðum og 45 í sóttkví.

DEILA