Vestri á Reycup um síðustu helgi

Vestri 4. fl. kvk. Myndir: aðsendar.

Um síðustu helgi héldu krakkarnir í 4.flokk Vestra (kvenna og karla) suður til að taka þátt á Reycup. Krakkarnir stóðu sig með stakri prýði og sýndu vel hvað í þeim býr.

„Það er sérlega gaman að segja frá því að í liðunum eru krakkar hér frá Vestra-svæðinu, en einnig krakkar frá sunnanverðum Vestfjörðum sem og Hólmavík. En við eigum í góðu samstarfi við svæðin hér í kring og er það algjörlega frábært fyrir okkur öll að geta sameinast í svona verkefnum. Það er mikill fengur fyrir Vestra að fá iðkendur frá öðrum svæðum til okkar.“ segir Tinna Hrund Hlynsdóttir Hafberg, formaður yngri flokka knattspyrnudeildar Vestra.

Stelpurnar gerðu sér lítið fyrir og tóku 5.sætið í sínum riðli og drengirnir komu heim með bronsið en þeir náðu 3.sæti í sínum riðli. Frábær árangur hjá krökkunum okkar segir Tinna Hrund.

„Knattspyrnan hefur verið á mikilli uppleið hér á svæðinu, mikil aukning iðkenda og við horfum fram á bjarta tíma.“

DEILA