Act alone frestað

Tilkynning frá Act alone:

Hve lífið getur verið einstakt og einleikið. Annað árið í röð verðum við að fresta okkar árlegu Act alone leiklistar- og listahátíð á Suðureyri. Hátíðin átti að vera haldin hátíðleg í næstu viku, 5. – 8. ágúst og var það jafnframt okkar 18 ár, bara komin í góðan Whiskýárgang, en því miður.

Víst er Actið alveg einstakt í hinni íslensku hátíðarflóru en við viljum hins vegar ekki vera ein og stök í hátíðardeildinni. Allt í kring er verið að fresta og eða aflýsa hátíðum og viðburðum. Enda er það heilsan sem er ávallt í fyrsta sæti og nú þýðir ekki að vera með neina vitleysu. Eða einsog einhver sagði, þetta er ekki búið fyrir neinn fyrr en það er búið fyrir alla. Því er það eina í stöðunni að fresta Act alone 2021 um óákveðinn tíma.

Eitt er þó alveg víst að Actið verður haldið, við vitum bara ekki alveg hvenær en vonandi á þessu ári. Nú verðum við öll að vera í sama liði og takast á við veiru skömmina. Njótum stundarinnar og sjáumst á Act Alone…..einhverntíman.

DEILA