Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir, líffræðingur og forstöðumaður Rannsóknaseturs HÍ á Vestfjörðum, og Ragnar Edvardsson, fornleifafræðingur við setrið, hafa rýnt í þorskbein, sem þau hafa grafið upp við fornar verstöðvar á Vestfjörðum og eru allt að 1000 ára gömul.
Markmiðið er að kanna hvernig breytingar á fiskveiðum og umhverfi sjávar hafa haft áhrif á fiskistofna í gegnum aldirnar.
Ný rannsókn þeirra, sem birtist í hinu virta vísindatímariti Scientific Reports, leiðir í ljós að staða þorsks í fæðuvef við Íslandsstrendur breyttist samhliða auknum fiskveiðum við landið í lok 19. aldar.
Nánar á vef HÍhttps://www.hi.is/…/thorskstofninn_breyttist_med_auknum…