Vestri upp í 5. sætið

Vestri undirbýr aukaspyrnu að marki Þróttar. Myndir: Kristinn H. Gunnarsson.

Knattspyrnulið vestra er komið upp í 5. sæti lengudeildarinnar eftir sigur á Þrótti frá Reykjavík á Olísvellinum á Ísafirði í gær. Sigurðinn var nokkuð harðsóttur. Þróttur komst yfir snemma leiks og leiddi 1:0 í hálfleik.

Í síðari hálfleik sótti Vestri í sig veðrið og Pétur Bjarnason jafnaði á 56. mínútu. Þróttur fékk kjörið tækifæri til þess að ná forystunni aftur þegar liðið fékk vítaspyrnu.  Brenton Muhammad markvörður Vestra gerði sér lítið fyrir og varði spyrnuna og í blálokin fékk Vestri vítaspyrnu og Nikolaj Madsen skoraði af miklu öryggi.

Með sigrinum lyfti Vestri sér upp í 5. sæti deildarinnar og er liðið með 19 stig. Þróttur er áfram í 11. sæti og næstneðsta sætinu. vestri er 4 stigum frá ÍBV sem er í öðru sæti þegar leiknar hafa verið 12 umferðir af 22.

Vel var mætt á pallana í sólinni.

DEILA