Þessi uppskrift er góð bæði sem meðlæti eða hreinlega sem aðalréttur. Verði ykkur að góðu.
BLÓMKÁL
1 blómkálshaus
ólifuolía
hvítlaukssalt
salt og pipar
Skerið blómkálið niður í bita. Setjið á ofnplötu og hellið um 2 msk af ólifuolíu yfir blómkálið og dreyfið úr því. Kryddið með hvítlaukskryddi, salti og pipar. Setjið í 180c heitan ofn í 15 mínútur eða þar til blómkálið er farið að brúnast. Takið úr ofni og kælið lítillega. Hellið sósunni yfir blómkálið og blandið vel saman. Berið fram með sesamfræjum, vorlauk og chili mayo.
HUNANGS HOISIN SÓSA
60 ml hunang
60 ml soyasósa frá Blue dragon
1 msk hoisin sósa frá Blue dragon
1 msk Tabasco Sriracha sósa
2 hvítlauksrif
1 tsk sterkja, td maizenamjöl
Blandið öllu saman í skál.
TABASCO CHILLI MAYO
3 msk majones frá Heinz
1-2 tsk Shriraca sósa
Blandið saman og berið fram með blómkalinu.
Halla Lúthersdóttir.