Knattspyrna: Hörður vann 8:0

Lið Harðar, Ísafirði.

Hörður Ísafirði vann stórsigur á liðinu Midas 8:0 á laugardaginn, en liðin mættust á Ísafirði á Olísvellinum. Staðan í hálfleik var 2:0, en í síðari hálfleik skoruðu Harðardrengir sex mörk. Sigurður Arnar Hannesson skoraði fjögur mörk og gerði þau öll í síðari hálfleik. Birkir Eydal gerðu tvö mörk og Guðmundur Páll Einarsson og Jóhann Samuel rendall gerðu hvor sitt markið.

Eftir 9 umferðir af 16 í C riðli 4. deildar er Hörður í efsta sæti með 22 stig. Keppnin er jöfn á toppnum því næsta lið er með 21 stig og tvö önnur eru með 21 stig.

Tvö efstu liðin í riðnum komast í átta liða úrslitakeppni 4. deildar um tvö laus sæti í 3. deild.

Vestri tapaði

Vestri lék í Lengjudeildinni í Breiðholtinu við spútniklið Kórdrengjanna, en liðin voru jöfn að stigum í 4. og 5. sæti. Kórdrengirnir höfðu 2:0 sigur í baráttuleik þar sem Vestramenn áttu ekki sinn besta leik. Heiðar Birnir Þorleifsson, þjálfari Vestra sagði í viðtali við fotbolti.net að liðið hefði byrja leikinn vel en ekki nýtt færi sem þá sköpuðust. Í heildina fannst honum frammistaðan ekki góð.

Vestri er nú í 6. sæti Lengjudeildarinnar með 16 stig en Kórdrengirnar fóru upp í þriðja sætið með sigrinum og eru með 19 stig. Keppnin er nú nákvæmlega hálfnuð þar sem öll lið hafa leikið 11 leiki en spilaðar eru 22 umferðir. Vestri er 6 stigum frá 2. sætinu sem gefur þátttökurétt í úrvalsdeildinni og á því enn ágætis möguleika þrátt fyrir þetta tap.

DEILA