Hjólreiðar: Ungduró Vestra á Ísafirði 18.júlí

Hjólreiðadeild Vestra heldur Ungduró Vestra á Ísafirði 18.júlí.

Skráning hér https://netskraning.is/ungduro-iso/

Hjólreiðadeildin hvetur börn og unglinga í bænum til að skrá sig til leiks.

Mæting kl 11 upp á Seljalandsdal, vegleg verðlaun og grill í boði að loknu móti.

Fyrsta brautarskoðun verður á þriðjudaginn annars er ungduró brautin alltaf opin og að henni er gott aðgengi frá skíðaskálanum á Seljalandsdal.

Hjólreiðafélag var stofnað í september 2018 og gekk það í Vestra í mars 2019 og hefur staðið fyrir mótum og uppbyggingu brauta fyrir fjallahjólreiðar.

DEILA