Merkir Íslendingar – Jónmundur J. Halldórsson

Jón­mund­ur Júlí­us Hall­dórs­son fædd­ist á Vigg­belgs­stöðum í Innri-Akra­nes­hreppi 4. júlí 1874. For­eldr­ar hans voru Hall­dór Jóns­son húsmaður þar og í Hólms­búð, síðast múr­ari í Reykja­vík, og Sesselja Gísla­dótt­ir hús­freyja.

Hall­dór var son­ur Jóns Hall­dórs­son­ar, bónda á Eystra-Reyni og á Króki á Akra­nesi, og k.h., Þuríður Bjarna­dótt­ir, en Sesselja var dótt­ir Gísla Jó­hann­es­son­ar, bónda í Bæ í Miðdal og á Leys­ingja­stöðum í Hvamms­sveit, og k.h., Guðfinnu Sig­urðardótt­ur.

Kona Jón­mund­ar var Guðrún hús­freyja, dótt­ir Jóns Guðmunds­son­ar, bónda á Valda­stöðum og í Eyr­ar-Upp­koti í Kjós, og Guðrún­ar Korts­dótt­ur, for­föður Möðru­valla­ætt­ar Þor­varðar­son­ar.

Börn Jón­mund­ar og Guðrún­ar sem upp komust voru:
Guðmund­ur loft­skeytamaður í Reykja­vík; Sesselja, bú­sett á Stað í Grunn­vík; Guðrún, hjúkr­un­ar­kona í Dan­mörku, og Hall­dór, bú­fræðing­ur, kenn­ari og yf­ir­lög­regluþjónn á Ísaf­irði.

Jón­mund­ur lauk stúd­ents­prófi frá Lærða skól­an­um 1896 og guðfræðiprófi frá Presta­skól­an­um árið 1900. Hann var aðstoðarprest­ur í Ólafs­vík um skeið, fékk Barð í Fljót­um 1903, Mjóa­fjarðarprestakall 1915, bjó þá í Þing­hól í Brekkuþorpi, fékk lausn ári síðar en bjó þar áfram og réri til fiskj­ar á sumr­in en var þingskrif­ari á Alþingi á vetr­um.

Jón­mund­ur varð sókn­ar­prest­ur á Stað í Grunna­vík 1918-54.

Jónmundur gekkst fyr­ir stofn­un Kaup­fé­lags Fljóta­manna, sat þar í hrepps­nefnd og var odd­viti um skeið, var sýslu­nefnd­armaður í Skagaf­irði 1908-15, odd­viti Grunna­vík­ur­hrepps og sat í sýslu­nefnd Norður-Ísa­fjarðar­sýslu 1921-54, kenndi ung­menn­um og var virk­ur í ung­menna­fé­lags­starfi og sund­kennslu Grunn­vík­inga.

Vest­f­irðing­ar kunna ógrynni skemmtisagna af séra Jón­mundi, enda maður­inn góðmenni, ramm­ur af afli, sér­lundaður og orðhepp­inn.

Séra Jón­mund­ur J. Halldórsson lést þann 9. júlí 1954.


 


Grunnavík í Jökulfjörðum á Vestfjörðum..
Staður í Grunnavík árið 1939. Ljósm.: Hjálmar R. Bárðarson.

Skráð af Menningar-Bakki.
DEILA